Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ernir: Hjólað til góðs á Reykjanesi
Föstudagur 5. júní 2009 kl. 10:05

Ernir: Hjólað til góðs á Reykjanesi

Laugardaginn 6.júní verður Poker Run á Suðurnesjum að amerískri fyrirmynd, sem virkar þannig að hjólamenn koma í félagsheimili Arna og kaupa gögn, ökumaður 1000 kr. farþeginn getur einnig tekið þátt fyrir 500 kr.

Leikurinn gengur út á það að hjólað er á fimm staði á Reykjanesinu, Veitingahúsið Flösin Garði ( út við Garðskagavita ) Orkuverið Jörð ( Orkuver Hitaveitunnar á Reykjanesi ) við Bláa Lónið 14 – 14.30 ( þá er farið í hópkeyrslu til Grindavíkur á sjóarann síkáta ) Þjónustustöð N1 í Vogum á Vatnsleysuströnd og síðan er síðasta spilið dregið í Arnarhreiðrinu á milli kl. 18:30 og 19:00.
Það er ekki nauðsynlegt að aka hringinn í þessari röð. Einu föstu tímarnir eru 11:00 – 13:00 í Arnarhreiðrinu 14:- 14:30 við Bláalónið og svo við Arnarhreiðrið kl. 18:30 – 19:00.
Það verður kort af svæðinu í Arnarhreiðrinu sem sýna staðina og skemmtilegar leiðir sem hægt er að aka fyrir þá sem ekki eru kunnugir svæðinu. Td. Um Ósabotnaverg sem er nýr vegur frá Sandgerði til Hafna um Stafnes.

Allur ágóði af þessari uppákomu rennur til Lundar sem er forvarnarfélag fyrir ungt fólk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024