Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Erlingskvöld í Listasafni Reykjanesbæjar
Fimmtudagur 30. mars 2006 kl. 11:18

Erlingskvöld í Listasafni Reykjanesbæjar

Árlegt Erlingskvöld til heiðurs Erlingi Jónssyni listamanni verður í Listasafni Reykjanesbæjar í kvöld. Að þessu sinni verða konur mjög áberandi í dagskránni sem hefst klukkan 20.

30. mars er fæðingardagur listamannsins en að dagskránni standa Bókasafn Reykjanesbæjar, menningarfulltrúi bæjarins og Áhugahópur um Listasafn Erlings Jónssonar.

Hugðarefnum Erlings verður gefinn sérstakur gaumur, en það er myndlist, tónlist og ljóðlist.

Dagskrá:
Harpa Þórsdóttir flytur fyrirlestur um myndlistarsýninguna „Náttúruafl“ sem nú er í Listasafninu.
Þrír tónlistarkennarar við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, þau Aleksandra Pitak, Dagmar Kunáková og German Hlopin munu flytja tónlist.
Ljóðskáldinu Þuríði Guðmundsdóttur verða gerð skil og ljóð hennar lesin.
Fjallað verðu um konur í list Erlings.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Texti: www.reykjanesbaer.is  VF-mynd frá síðasta Erlingskvöldi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024