Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 8. apríl 2003 kl. 13:39

Erlingskvöld á Bókasafninu

Ljóðakvöld verður haldið á Bókasafni Reykjanesbæjar þriðjudaginn 8. apríl n.k. kl. 20.00. Ingibjörg Haraldsdóttir ljóðskáld, handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna, les ljóð sín, Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur heldur erindi um skáldkonuna og Erlingur Jónsson listamaður kynnir eitt verka sinna.Einnig munu unglingar úr grunnskólum bæjarins lesa ljóð eftir ýmsa höfunda. Nemendur úr söngdeild Tónlistarskóla Reykjanesbæjar syngja íslensk ljóð við undirleik Ragnheiðar Skúladóttur.

Allir velkomnir.

Bókasafn Reykjanesbæjar
Menningarfulltrúi Reykjanesbæjar
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024