Erlent þróunarverkefni hjá MSS
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum hefur s.l. 2 ár tekið þátt í erlendu þróunarverkefni sem snýr að því að búa til gagnvirk verkefni til að nota á námskeiðum með atvinnuleitendum. Haldin hafa verið nokkur námskeið fyrir atvinnuleitendur á Suðurnesjum sem hafa reynst vel og munu halda áfram á næstu misserum.
Í tilkynningu frá MSS segir er þeir í samstarfi við sex aðrar þjóðir; Frakkland, Búlgaría, Portúgal, Litháen, Ungverjaland og England. Alþjóðasamfélagið upplifi nú eina dýpstu efnahagskreppu undanfarinna 50 ára, sem hafi skilið milljónir fólks eftir án atvinnu. Sá hópur sem hafi orðið hvað verst fyrir barðinu á atvinnuleysinu sé ungt og miðaldra fólk og innflytjendur sem eigi í erfiðleikum með að finna atvinnu aftur vegna skorts á menntun, reynslu, tungumálakunnáttu, sjálfstrausti og fleira. Þá hafi skortur á hvatningu, of lítil eða of einhæf atvinnureynsla, reynsluleysi í atvinnuleit gert það að verkum að hópurinn hefur einangrast að einhverju leyti.
Verkefnið gengur út á að virkja þennan hóp á heildrænan hátt með fjölbreyttum verkfærum, unnið innan ramma Menntaáætlunar Evrópusambandsins og er fjármagnað af Evrópusambandinu.
Markhópur verkefnisins er:
• Atvinnuleitendur yngri en 25 ára
• Atvinnuleitendur eldri en 45 ára
• Innflytjendur og börn þeirra
• Einstaklingar sem þarfnast félagslegra úrræða
• Ráðgjafar
Útkoma verkefnisins er INSIGHT
verkfærataskan sem inniheldur meðal annars:
• Handbók fyrir atvinnuleitendur
• Leiðbeiningar fyrir leiðbeinendur og ráðgjafa
• Gagnvirk vefslóð
• Gagnvirk verkefni
• Gagnvirk verkfæri fyrir sjálfsmat þátttakanda
• Spjallborð á vefnum
• DVD með rafrænni handbók og leiðbeiningum
• Kynningarefni
Verkefnastjórar verkefnisins eru Anna Lóa Ólafsdóttir náms- og starfsráðgjafi og Guðjónína
Sæmundsdóttir forstöðumaður og þeir sem hafa áhuga á að fá frekari upplýsingar um
verkefnið er bent á að hafa samband við þær.