Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Er Twitter eitthvað fyrir mig?
Mánudagur 7. desember 2015 kl. 13:34

Er Twitter eitthvað fyrir mig?

-hádegisfyrirlestur í Eldey á morgun

Er Twitter eitthvað fyrir mig? Hvað er Twitter? Hvernig virkar Twitter? Hverjir eru þarna og af hverju?

Þóranna Jónsdóttir mun fjalla um þennan vinsæla samfélagsmiðil á örnámskeiði í hádeginu í Eldey frumkvöðlasetri þriðjudaginn 8. desember kl. 12 - 13:00. Þar verður farið yfir grundvallaratriðin varðandi notkun hans, auk þess sem þátttakendur fá tækifæri til að spyrja spjörunum úr.

Þóranna Jónsdóttir er markaðsnörd og höfundur bókarinnar Marketing Untangled: The Small Business & Entrepreneur's Map Through the Marketing Jungle. Hún starfar undir merkjum Markaðsmála á mannamáli auk þess að vera partner í alþjóðlegu markaðsstofunni Make Your Mark Global. Þóranna er með MBA gráðu með áherslu á markaðsmál og hefur unnið við markaðsmál síðan í upphafi aldarinnar og vinnur í dag m.a. mikið með samfélagsmiðla á borð við Twitter, Facebook.

Boðið er upp á heilsuveitingar fyrir gesti, aðgangur er ókeypis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024