Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Er þetta leiðin í Keflavíkur-hjáleiguna?
Fimmtudagur 24. júlí 2008 kl. 12:31

Er þetta leiðin í Keflavíkur-hjáleiguna?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Einn langlífasti brandarinn í samskiptum Keflvíkinga og Njarðvíkinga hefur tekið á sig nýja mynd í skilti sem sett hefur verið upp á gatnamótum Hjallavegar og Vallarbrautar í Njarðvík. Þar hefur merkingum vegna hjáleiðar verið breytt á þann veg, að í stað orðanna: „Keflavík – hjáleið“, stendur nú „Keflavík – hjáleiga“. Þetta er húmor sem eldri Keflvíkingar og Njarðvíkingar skilja vel. Eitthvað virðast Njarðvíkingar þó skemmta sér betur yfir þessu og hafa margir Njarðvíkingar verið í sambandi við VF í morgun vegna þessa. Hvernig Keflvíkingar koma til með að svara þessu skal ósagt látið...