Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Er það sama gamla Sandgerðis ýldupestin?
Mánudagur 10. október 2011 kl. 17:55

Er það sama gamla Sandgerðis ýldupestin?

Leoncie veltir þessu fyrir sér í nýju myndbandi sínu þar sem hún syngur um drukkinn íslenskan sjóara sem fær sér aðeins of mikið neðan í því og er því fleygt út í ruslagám.

Nýja lagið ber nafnið Litli sjóarinn og í umsögn um lagið kemur fram að hér sé á ferðinni frábær gamansöngur um kjánalegan, lítinn, drukkinn, sjóara frá Íslandi. Á hinni vinsælu vefsíðu youtube segir einnig um lagið að þar sé á ferðinni enn eitt meistaraverkið frá hinni ótrúlegu Leoncie. Sjá má myndbandið hér að neðan og þá getur hver dæmt fyrir sig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024