Er ekki tilvalið að taka á móti sumri með léttri sveiflu og vönduðum söng?
Sunnudaginn 20 maí kl. 14:00 mun Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar í samstarfi við Tónlistarfélagsins Reykjanesbæjar halda tónleika ásamt tveimur af þekktustu jazzsöngvurum landsins. Það eru þau Kristjana Stefánsdóttir og Páll óskar Hjálmtýsson sem munu syngja með sveitinni nokkra vel þekkta “standarda” úr stórsveita-söngbókmenntunum. Stjórnandi Léttsveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar er Eyþór Ingi Kolbeins.
Tónleikarnir fara fram í Listasafni Reykjanesbæjar, Duushúsum, kl. 14:00 og er aðgöngumiðaverð er kr. 2000.-
Léttsveit Tónlitarskóla Reykjanesbæjar hefur um langt árabil verið í fremstu röð íslenskra stórsveita. Sveitin hefur komið fram við hin ýmsu tækifæri hérlendis, bæði á formlegum tónleikum og við óformleg tækifæri. Einnig hefur Léttsveitin farið í margar tónleikaferðir til útlanda, nú síðast til Búlgaríu sumarið 2006. Alls staðar þar sem sveitin hefur komið, hefur hún vakið mikla athygli fyrir glæsilega spilamennsku og metnaðarfulla efnisskrá.
Léttsveitin hefur gert upptökur fyrir Ríkisútvarpið og tekið þátt í Stórsveita-maraþoni Stórsveitar Reykjavíkur sem fram fer árlega í Ráðhúsi Reykjavíkur. Auk þess hefur Léttsveitin alla tíð verið mjög áberandi í tónlistarlífi Reykjanesbæjar og vakið athygli á menningalífi sveitarfélagsins hvar sem hún hefur komið.
Kristjana Stefánsdóttir lauk námi í djasssöng frá Konunglega Listaháskólanum í Haag í Hollandi vorið 2000 undir handleiðslu Rachel Gold, en áður hafði hún lokið söngnámi við Söngskólann í Reykjavík og sótt einkatíma hjá Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Sigríði Ellu Magnúsdóttur. Kristjana hefur einnig lagt stund á nám í söngtækni hjá Cathrine Sadolin í Kaupmannahöfn.
Kristjana hefur haldið tónleika víða um heim, sungið inn fjölda platna, og unnið með færustu tónlistamönnum landsins.
Páll Óskar Hjálmtýsson er sjálfmenntaður söngvari og hefur unnið sem slíkur frá barnsaldri. Hann hefur verið áberandi sem ein skærasta poppstjarna Íslands síðan hann hóf sólóferil sinn 1993. Hann er tíður gestur í sjónvarpi og útvarpi, hefur unnið með latín hljómsveitinni Milljónamæringunum, keppti í Eurovision árið 1997 Páll Óskar söng fyrst með Stórsveit Reykjavíkur árið 1998, og hefur sungið með þeim við ýmis tækifæri síðan. Þessa dagana er hann að vinna að nýrri sólóplötu sinni, sem hefur hlotið nafnið "Allt fyrir ástina" .
Tónleikarnir fara fram í Listasafni Reykjanesbæjar, Duushúsum, kl. 14:00 og er aðgöngumiðaverð er kr. 2000.-
Léttsveit Tónlitarskóla Reykjanesbæjar hefur um langt árabil verið í fremstu röð íslenskra stórsveita. Sveitin hefur komið fram við hin ýmsu tækifæri hérlendis, bæði á formlegum tónleikum og við óformleg tækifæri. Einnig hefur Léttsveitin farið í margar tónleikaferðir til útlanda, nú síðast til Búlgaríu sumarið 2006. Alls staðar þar sem sveitin hefur komið, hefur hún vakið mikla athygli fyrir glæsilega spilamennsku og metnaðarfulla efnisskrá.
Léttsveitin hefur gert upptökur fyrir Ríkisútvarpið og tekið þátt í Stórsveita-maraþoni Stórsveitar Reykjavíkur sem fram fer árlega í Ráðhúsi Reykjavíkur. Auk þess hefur Léttsveitin alla tíð verið mjög áberandi í tónlistarlífi Reykjanesbæjar og vakið athygli á menningalífi sveitarfélagsins hvar sem hún hefur komið.
Kristjana Stefánsdóttir lauk námi í djasssöng frá Konunglega Listaháskólanum í Haag í Hollandi vorið 2000 undir handleiðslu Rachel Gold, en áður hafði hún lokið söngnámi við Söngskólann í Reykjavík og sótt einkatíma hjá Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Sigríði Ellu Magnúsdóttur. Kristjana hefur einnig lagt stund á nám í söngtækni hjá Cathrine Sadolin í Kaupmannahöfn.
Kristjana hefur haldið tónleika víða um heim, sungið inn fjölda platna, og unnið með færustu tónlistamönnum landsins.
Páll Óskar Hjálmtýsson er sjálfmenntaður söngvari og hefur unnið sem slíkur frá barnsaldri. Hann hefur verið áberandi sem ein skærasta poppstjarna Íslands síðan hann hóf sólóferil sinn 1993. Hann er tíður gestur í sjónvarpi og útvarpi, hefur unnið með latín hljómsveitinni Milljónamæringunum, keppti í Eurovision árið 1997 Páll Óskar söng fyrst með Stórsveit Reykjavíkur árið 1998, og hefur sungið með þeim við ýmis tækifæri síðan. Þessa dagana er hann að vinna að nýrri sólóplötu sinni, sem hefur hlotið nafnið "Allt fyrir ástina" .