Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Enn stækkar Kosmos & Kaos
Föstudagur 31. maí 2013 kl. 07:06

Enn stækkar Kosmos & Kaos

Þrír nýir starfsmenn til liðs við vefstofuna

Þetta vorið hafa þrír nýjir starfsmenn bæst við annars ágæta flóru vefstofunnar Kosmos & Kaos og hefur fyrirtækið því stækkað svo um munar á nokkrum vikum - frá sjö starfsmönnum í tíu. Vefstofan Kosmos & Kaos hefur frá upphafi sinnt fjölmörgum verkefnum, en eftirpurnin hefur þó aukist í kjölfar íslensku vefverðlaunanna. Þar fékk Kosmos & Kaos þrenn verðlaun, fyrir www.wow.is og  www.bluelagoon.is, sem var m.a. valinn besti íslenski vefurinn.

Egill Harðarson hefur starfað sem vefhönnuður í 15 ár og hefur BA í listum frá LHÍ. Undanfarin ár hefur hann m.a. starfað hjá Skapalón, Gogoyoko, Gagarín o.fl. Hann heldur jafnframt úti tónlistarvefritinu rjominn.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

James Deblasse, vefforritari, hefur undanfarin ár farið fyrir verkefnum hjá Mozilla og Warner Music Group, auk annarra fyrirtækja í Evrópu og Bandaríkjunum. Hann er kvæntur íslenskri konu og er nýfluttur til landsins.

Hilmar Kári Hallbjörnsson er nemi í tölvunarfræði og aðstoðarkennari við HR, en hefur einnig sinnt kennslu í gagnafræðisöfnun og vefforitun í Tækniskólanum samhliða námi. Hilmar hefur um áratugs reynslu af forritunarstörfum.

“Frá upphafi höfum við lagt áherslu á að geta boðið samstarfsfólki okkar upp á lýðræðislegt starfsumhverfi og krefjandi verkefni. Allir sem vinna með okkur fá tækifæri til að móta verkefni og stefnu Kosmos & Kaos og má þar nefna fjölskyldu-, umhverfis-, jafnréttis- og hamingjustefnu. Við sjáum á þeim umsóknum sem okkur hafa borist að þetta skilar sér - hæfileikar og hæfni umsækjenda, víða að úr heiminum, var gríðarleg. Við erum alveg einstaklega heppin og kunnum nýjum starfsmönnum bestu þakkir fyrir að velja okkur.”

Hér að neðan má sjá umfjöllun Víkurfrétta um fyrirtækið úr sjónvarpsþættinum Suðurnesjamagasín.