Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Engin jól án jólalaga
Sunnudagur 30. desember 2012 kl. 15:31

Engin jól án jólalaga

Indíana Huld Ycot er nemandi í 10. bekk í Sandgerðisskóla. Christmas Vacation og Home Alone er uppáhalds myndirnar hennar. Hún hefur alltaf verið mikið jólabarn og henni langar í nýjan síma eða tölvu í jólagjöf.

Fyrstu jólaminningarnar?
Þegar ég fór í jólasveinabúninginn.
Jólahefðir hjá þér?
Það er jólahefð að borða svínahamborgarhrygg á aðfangadag og hangikjöt jóladag, síðan kalkún á gamlársdag.
Jólabíómyndin?
Christmas Vacation og Home Alone myndirnar er þær bestu.
Jólatónlistin?
All I Want For Christmas Is You með Mariah Carey er besta jólalagið.
Hvar verslarðu jólagjafirnar?
Misjafnt, þetta ár versluðum við í Boston.
Gefurðu mikið af jólagjöfum?
Já, við erum svo rosalega mörg.
Ertu vanafastur/föst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf?
Ég skreyti alltaf jólatréið með bróður mínum og mömmu.
Ertu mikið jólabarn?
Hef alltaf verið algjört jólabarn.
Besta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Er alltaf þakklátt með allt.
Hvað kemur þér í jólaskap?
Það eru engin jól án þess að hlusta á jólalög, þannig jólalögin koma mér í jólaskap.
Hvað er í matinn á aðfangadag?
Hamborgarhryggur er á aðfangadag.
Eftirminnilegasta gjöfin?
Kósý náttsloppurinn minn ég dýrka hann!
Hvað langar þig í jólagjöf?
Mig langar í nýjan síma eða tölvu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024