Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Endurvinnsla í Heiðarskóla
Laugardagur 31. mars 2007 kl. 00:27

Endurvinnsla í Heiðarskóla

Krakkarnir í 5.KG í Heiðarskóla eru svo sannarlega meðvituð um umhverfi sitt því síðustu tvær vikur hafa þau, undir stjórn þriggja kennaranema úr Kennaraháskólanum, Þórunni Jónsdóttur Önnu Karen Sigurjónsdóttur og Esther Ingu Níelsdóttur og umsjónarkennara sínum, henni Kristínu Gunnarsdóttur, geymt og flokkað allt rusl sem frá þeim hefur komið eftir kaffitímann.

Alls söfnuðust fjórir pokar af rusli sem var búið að flokka niður eftir kúnstarinnar reglum og voru krakkarnir afar hissa að sjá hversu mikið safnaðist af úrgangi.

Kennaranemarnir sögðu í samtali við Víkurfréttir að börnin séu farin að hugsa mun meira um umhverfið og það sem því tengist og eru mörg farin að hjálpa til við flokkun á sínu heimili og jafnvel farin að þrýsta á um slíkt ef það hefur ekki verið fyrir hendi á heimilum þeirra.

Þau eru því margs vísari, en fannst verkefnið líka ákaflega skemmtilegt.

VF-mynd/Þorgils: Börnin með afraksturinn í verkefnislok.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024