Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Endurskoðun gildismats
Miðvikudagur 31. desember 2008 kl. 11:18

Endurskoðun gildismats



Guðbrandur Einarsson, formaður VS og bæjarfulltrúi:

Sú breyting sem er að verða á íslensku samfélagi er auðvitað það sem upp úr stendur á þessu ári.
Að grunnstoðir samfélagsins skyldu ekki hafa haldið þegar á reyndi er auðvitað alveg stórmerkilegt og segir okkur að við höfum verið að leggja áherslu á ranga hluti undanfarin ár.

Við verðum að mæta nýju ári meðvituð um það að við stöndum misvel og erum misvel undir það búin að takast á við þær áskoranir sem framundan eru.
Því er það nauðsynlegt fyrir okkur og íslenskt samfélag að við endurskoðum gildismat okkar, að við leggjum frekari áherslu á að auka jöfnuð og jafnrétti og með uppbyggingu grunnstoða íslensks samfélags verði tryggt að á Íslandi ríki sami stöðugleiki og í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við.

Þá getum við sagt að við höfum lært af mistökum fortíðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024