Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Endalok alheimsins frumsýnd í Grindavík
Miðvikudagur 2. nóvember 2011 kl. 11:54

Endalok alheimsins frumsýnd í Grindavík


Endalok alheimsins (e. Museum af massive mistakes) er bráðfyndinn harmleikur sem verður frumsýndur í Kvikunni föstudaginn 4. nóv. Verkið fjallar um síðustu fjórar mannverurnar á jarðríki sem reyna að komast að því hvernig - og hvort - hægt sé að halda áfram eftir endalokin. Einn leitar að mat í rústunum á meðan annar telur að skipulag sé eina leiðin til að lifa af. Síðasta konan þarf að gæta velsæmis á meðan karlarnir berjast um völdin. Hver á að elda síðustu ýsuna? Eru kartöflur nauðsynlegar með ýsunni eftir að heimurinn hefur farist? Er siðferðislega rangt að borða bækur? En að borða hvert annað?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Enginn hefur svar á reiðum höndum því allir forðast öll umræðuefni sem upp koma eins og heitan eldinn. Þetta er nýtt íslenskt leikrit eftir höfunda Horna á höfði en er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára. GRAL hefur áður sýnt verkin 21 manns saknað og Horn á höfði og hlotið tilnefningar til Grímuverðlauna fyrir bæði verkin og árið 2010 hlaut Horn á höfði Grímuna sem barnasýning ársins. Endalok alheimsins verður frumsýnt föstudaginn 4. Nóvember í Kvikunni, Hafnargötu 12, Grindavík.

LEIKARAR: SVEINN ÓLAFUR GUNNARSSON, SÓLVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR, VÍÐIR GUÐMUNDSSON OG BENEDIKT GRÖNDAL.

HÖFUNDAR: BERGUR ÞÓR INGÓLFSSON OG GUÐMUNDUR BRYNJÓLFSSON.

LEIKSTJÓRN: BERGUR ÞÓR INGÓLFSSON

LEIKMYNDA-OG BÚNINGAHÖNNUN: EVA VALA GUÐJÓNSDÓTTIR

LJÓSAHÖNNUN: MAGNÚS ARNAR SIGURÐSSON