Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Elvis, Obama og Guðni Th. í draumakvöldverðarboði
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
laugardaginn 13. júní 2020 kl. 09:19

Elvis, Obama og Guðni Th. í draumakvöldverðarboði

Ísfólkið og raunar allt eftir Margit Sandemo er í uppáhaldi þegar kemur að bókmenntum, segir Laeila Jensen Friðriksdóttir, starfsmaður hjá Skólamat, í netspjalli við Víkurfréttir. Lykt af nýslegnu grasi, já og lyktin af hvolpum, er besti ilmur sem hún finnur. Í eldhúsinu eru það æðislegir brauðréttir og chilli-sulta sem koma fyrst upp í hugann.

– Nafn:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Laeila Jensen Friðriksdóttir.

– Árgangur:

1974.

– Fjölskylduhagir:

Gift, fjögur börn, tveir hundar og einn köttur.

– Búseta:

Sunny Kef City.

– Hverra manna ertu og hvar upp alin:

Faðir Friðrik Jensen, móðir Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir og alin upp í Keflavík.

– Starf/nám:

Vinn hjá Skólamat.

– Hvað er í deiglunni?

Vonandi að ferðast sem mest innanlands og eyða tíma með fjölskyldunni.

– Hvernig nemandi varstu í grunnskóla?

Hljóðlátur og frekar einmana.

– Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?

Lögga.

– Hver var fyrsti bíllinn þinn?

Volkswagen Jetta með engu vökvastýri.

– Hvernig bíl ertu á í dag?

Citroen.

– Hver er draumabíllinn?

Volkswagen rúgbrauð, Volkswagen bjalla (gamla gerðin) eða jeppi.

– Hvert var uppáhaldsleikfangið þitt þegar þú varst krakki?

Lítið plasttréhús með lyftu og litlum fígúrum.

– Besti ilmur sem þú finnur:

Nýslegið gras og lykt af hvolpi.

– Hvernig slakarðu á?

Les góða bók, ligg í sólbaði ef það á við eða leik við hundana mína.

– Hver var uppáhaldstónlistin þín þegar þú varst u.þ.b. sautján ára?

Whitney Houston og bara allt sem var á vinsældarlistanum.

– Uppáhaldstónlistartímabil?

1950–1970.

– Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana?

Bara flest allt í útvarpinu eða á Spotify.

– Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili?

Óperur og klassísk tónlist.

– Leikurðu á hljóðfæri?

Ekki í dag, nei.

– Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig?

Horfi ekki neitt brjálæðislega mikið á sjónvarp. Horfi á Netflix og Sky-sjónvarpsstöðvarnar.

– Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu?

Löggudrama (911) og Chicago Fire.

– Besta kvikmyndin:

Dirty Dancing.

– Hver er uppáhaldsbókin þín og/eða rithöfundur?

Allt með Margit Sandemo, þá sérstaklega Ísfólkið.

– Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili?

Ég geri æðislegan heitan brauðrétt.

– Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?

Chilli-sultan sem ég og bóndinn búum til.

– Hvernig er eggið best?

Í salati.

– Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu?

Á það til að vera ekki nógu hörð við sjálfa mig.

– Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra?

Frekja, óheiðarleiki og snobb.

– Uppáhaldsmálsháttur eða tilvitnun:

Make life count?

– Hver er elsta minningin sem þú átt?

Man ekki hversu gömul ég var en ég var á ferðalagi með mömmu og pabba, sé ég belju míga úti á túni og segi við mömmu að það þyrfti að setja bleyju á beljuna, það væri ekki hægt að láta hana pissa úti.

– Orð eða frasi sem þú notar of mikið:

JÆJA.

– Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færirðu?

Keflavík 30. júni 2013.

– Hver væri titillinn á ævisögu þinni?

Hver er hún, hvað er hún að gera, hvert fer hún?

– Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera?

Elvis Presley, keyra fallegu bílunum og syngja.

– Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð?

Elvis Presley, Barack Obama og Guðna Th. forseta.

– Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til?

Frekar erfitt að geta ekki hitt ættingja og vini og knúsað þau rækilega.

– Er bjartsýni fyrir sumrinu?

Svona hæfilega mikil, já.

– Hvað á að gera í sumar?

Grilla og vonandi ferðast.

– Hvert ferðu í sumarfrí?

Hvert ferðu í sumarfrí? Allt opið ekkert ákveðið.

– Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim?

Reykjanesið eins og það leggur sig!

– Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu …

... til Hawaii.