Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Mannlíf

Eltir sólina á fellihýsinu
Sunnudagur 4. ágúst 2013 kl. 11:32

Eltir sólina á fellihýsinu

Verslunarmannahelgin hjá Ágústu Guðnýju Árnadóttur

Víkurfréttir spurðu Suðurnesjamenn út í áform þeirra um verslunarmannahelgina en fólk er ýmist á leið á útihátíðir með vinunum, í sumarbústað með fjölskyldunni eða slaka á heima við og njóta kyrrðarinnar.

Ágústa Guðný Árnadóttir er 26 ára Garðbúi sem vinnur í fæðubótaversluninni og booztbarnum Líkama og Lífstíl sem staðsett er í Sporthúsinu á Ásbrú.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Hvað á að gera um verslunarmannahelgina og hvert á að fara? Ég mæti í ræktinna með kallinum og skelli mér svo í óvissuna, með fellihýsið í för og frábært vinafólk, ekkert ákveðið en það verður elt sólina!

Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér? Eina verslunarmannahelgina fórum við nokkur saman á Húsafell. Þegar við komum á tjaldsvæðið kom tjaldvörðurinn og skipaði okkur að fara í burtu, því þetta væri fjölskylduskemmtun og enginn vilji fyrir því að hafa unglinga á svæðinu. Þar sem við vorum búin að keyra alla þessa leið vildum við ekki fara til baka og því endaði það þannig að við fengum leyfi að tjalda í einum sumarbústaðargarðinum sem bróðir mannsins míns og kona hans eiga. Þar var mikið fjör en síðan kom hellidemba og tjöldin fóru á flot og öllum varð skítkalt. Við enduðum á því að færa okkur öll inn í útihúsið fyrir utan bústaðinn. Þar var þröngt í búi en mun skárra en að liggja á ískaldri blautri jörð. Einnig á ég góðar minningar frá ferðalögum með fjölskyldunni þegar ég var lítil, mér fannst skemmtilegast að fara til Akureyrar þar sem ég var alsæl að komast í jólahúsið og í Kjarnaskóg.

Hvað finnst þér einkenna góða verlsunarmannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi? Góður félagskapur með fjölskyldu og vinum, góða skapið og góð tónlist klikkar seint.

VF jól 25
VF jól 25