Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Elskar spennu og drama
Guðrún Bentína á eins árs gamlan son, Eið Aron, með Marteini Guðbjartssyni.
Laugardagur 23. ágúst 2014 kl. 13:18

Elskar spennu og drama

Afþreying Suðurnesjafólks

Íþróttafræðingurinn Guðrún Bentína Frímannsdóttir er 26 ára gömul, uppalinn Grindvíkingur. Hún er fyrirliði meistaraflokks kvenna í Grindavík í knattspyrnu en hún þjálfar einnig yngri flokka hjá félaginu. Hún elskar spennu og dramaþætti og segir að hip-hop tónlist komi sér alltaf í gírinn.

Bókin

Síðasta bók sem ég las var í byrjun sumars og var það bókin Sandmaðurinn eftir Kepler. Móðir mín hafði nýlokið við að lesa hana og fannst hún svo góð að ég ákvað að lesa hana líka. Bókin var virkilega góð og gat ég varla lagt hana frá mér. Sandmaðurinn er glæpasaga og fjallar um systkini sem hverfa á barnsaldri og eru svo lýst látin stuttu seinna. Sjö árum seinna finnst bróðirinn svo á lífi og hefst lögreglan þá við að rannsaka málið upp á nýtt. Mæli eindregið með að fólk lesi hana.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tónlistin

Ég myndi segja að smekkur minn á tónlist sé mjög víðtækur. Mér finnst ótrúlega gaman að hlusta á hip hop tónlist og kemur hún mér ávallt í gírinn. Atmosphere er í miklu uppáhaldi hjá mér og Kanye West. Drottningin Beyonce er náttúrulega æðisleg líka. Ég er lítið fyrir rokk og hlusta ekki mikið á þannig tónlist.

 

Sjónvarpsþátturinn

Ég verð að viðurkenna að þættir eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Nýlega hef ég verið að horfa á Teen Wolf með vinkonu minni og sitjum við límdar við skjáinn þessa dagana að horfa. Annars hef ég verið að fylgjast með Gossip girl, Desperate Housewives, Scandal, Mistresses, Greys Anatomy, Mentalist, Castle, Arrow og Blacklist (já ég elska spennu og dramaþætti). Ég gæti reyndar talið upp fleiri þætti sem ég er að fylgjast með en læt þetta gott heita.