Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ellert sýnir í Fótógrafí
Miðvikudagur 10. september 2008 kl. 17:21

Ellert sýnir í Fótógrafí



Fés og fígúrur" er heiti ljósmyndasýningar sem Ellert Grétarsson, ljósmyndari Víkurfrétta, opnaði um síðustu helgi í Fótógrafí, ljósmyndagalleríi við Skólavörðustíg 4.


Á sýningunni eru myndir sem sýna hinar fjölbreyttustu kynjamyndir sem orðið hafa á vegi ljósmyndarans á gönguferðum hans í íslenskri náttúru:  Tröll, skessur og þursar, kynngimagnaðar forynjur og margvísleg furðufés. Þetta eru því náttúruleg listaverk - skúlptúrar sem móðir náttúra hefur sjálf mótað. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Ellert á að baki fjölda einka- og samsýninga hér heima og erlendis og hefur unnið til alþjóðlegra verðlauna fyrir ljósmyndir sínar. Síðastliðið vor hlaut hann þrenn verðlaun fyrir náttúruljósmyndum í flokki atvinnumanna í stórri alþjóðlegri ljósmyndakeppni í París.



Sýningin í Fótógrafí stendur  til 3. október næstkomandi og er opin alla daga frá kl. 12 - 18 nema sunnudaga. Ellert verður á staðnum næstu tvo laugardaga milli kl. 14 og 16.