Ellert áfram með njarðvískum tónum
Söng Álfa Magnúsar Þórs
Sjóarinn síkáti úr Grindavík, Ellert Heiðar Jóhannsson, komst um helgina í úrslitaþáttinn í sjónvarpsþættinum vinsæla, The Voice Ísland. Ellert sem er úr Skagafirðinum hefur verið búsettur í Grindavík síðan árið 2009.
Í þættinum á föstudag söng Ellert lag Njarðvíkingsins Magnúsar Þórs Sigmundssonar, Álfar, sem hitti beint í mark og kom honum áfram eftir símakosningu. Úrslitaþátturinn fer svo fram næsta föstudag. Hér að neðan má sjá fyrri frammistöðu Ellerts þar sem hann tekur Queen slagarann I wan't to break free.