Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Elíza og Valdimar tilnefnd til tveggja verðlauna
Föstudagur 17. febrúar 2017 kl. 09:58

Elíza og Valdimar tilnefnd til tveggja verðlauna

Suðurnesjafólkið í hljómsveitinni Valdimar og Elíza Newman eru meðal þeirra sem tilnefnd eru til Íslensku tónlistarveðlaunanna í ár.

Elíza er tilnefnd til tveggja verðlauna. Bæði fyrir plötu ársins og svo fyrir lag ársins, Kollhnís. „Krafturinn keyrir áfram þessa frábæru lagasmíð Elízu. Grípandi og óbeislað kvennarokk af bestu gerð,“ segir í umsögn um lag Elízu. Farið er fögrum orðum um plötu Elízu þar sem hún er sögð fersk og frumleg og að karakter tónlistarkonunnar fái þar að njóta sín.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Valdimar eru tilnefndir fyrir lag ársins fyrir lagið Slétt og fellt. Einnig er söngvarinn Valdimar Guðmundsson tilnefndur sem söngvari ársins. „Flauelsmjúka röddin úr Reykjanesbænum hefur hrifið fólk með sér alveg frá því hún fór að heyrast opinberlega. Eiginlega orðin klassík,“ er haft á orði um Valdimar söngvara.

Hér má sjá lista yfir allar tilnefningar

Íslensku tónlistarverðlaunin verða haldin hátíðleg í Hörpu fimmtudaginn 2. mars og verða sýnd í beinni útsendingu á Rúv.