Elíza Newman gefur út nýtt lag
- Fagurgalinn, af plötunni Straumhvörf.
Fagurgalinn og er annað lagið til að koma út af fjórðu sóló breiðskífu Elízu, Straumhvörf, sem kemur út seinna á árinu. Lagið er tekið upp og unnið með Gísla Kristjáns í studio Stereohóll.
Elíza hefur undanfarið unnið að nýrri sólóplötu sinni ásamt því að hafa nýlokið við að koma fram með Kolrössu Krókríðandi í mjög vel heppnaðri endurkomu sveitarinnar á 17. júní og hátíðartónleikum í Hörpu 19. júní.
Fagurgalinn skírskotar eilítið til Kolrössu í hljómi þar sem lagið er meira rokk en Elíza hefur verið að fást við nýlega og einnig er fiðlan komin inn aftur í trylltu fiðlusólói.
Elíza hefur gefið út og samið mörg vinæl lög eftir að hún hóf sólóferlll sinn og má þar nefna Ukulele song for you, Eyjafjallajökull, Stjörnuryk og Hver vill ást?, ásamt Eurovision laginu Ég syng.
Útgefandi er Lavaland Records. Lagið er á tonlist.is og spotify og fleiri stöðum. (Rafræn útgáfa).
Hér er hægt að hlusta á Fagurgalann: https://soundcloud.com/eliza-newman/fagurgalinn og einnig fylgir umslagið með.