Elíza með uppáhaldslög í troðfullri Kirkjuvogskirkju
„Uppáhaldslögin mín“ voru tónleikar með Elízu Newman sem haldnir voru í Kirkjuvogskirkju í Höfnum í afmælisviku Reykjanesbæjar. Kirkjubekkirnir voru þétt setnir og taka þurfti fram klappstólana til að allir tónleikagestur gætu fengið sæti.
Elíza Newman og hljómsveit fluttu lög hennar ásamt uppáhaldslögum Elízu tengd Reykjanesbæ í tilefni af 30 ára afmæli Reykjanesbæjar. Á dagskrá voru lög tengd Höfnum og Reykjanesbæ í bland við hennar eigin. Lög með listamönnum á borð við Vilhjálm Vilhjálms, Ellý Vilhjálms, Trúbrot og Hljóma. Með Elízu spiluðu þau Kidda Rokk á bassa, Karl Guðmunds á trommur og Haraldur V. Sveinbjörns á gítar og hljómborð.
Hilmar Bragi, ljósmyndari Víkurfrétta, tók meðfylgjandi ljósmyndir á viðburðinum.