Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Elíza með uppáhaldslög í troðfullri Kirkjuvogskirkju
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 21. júní 2024 kl. 10:34

Elíza með uppáhaldslög í troðfullri Kirkjuvogskirkju

„Uppáhaldslögin mín“ voru tónleikar með Elízu Newman sem haldnir voru í Kirkjuvogskirkju í Höfnum í afmælisviku Reykjanesbæjar. Kirkjubekkirnir voru þétt setnir og taka þurfti fram klappstólana til að allir tónleikagestur gætu fengið sæti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Elíza Newman og hljómsveit fluttu lög hennar ásamt uppáhaldslögum Elízu tengd Reykjanesbæ í tilefni af 30 ára afmæli Reykjanesbæjar. Á dagskrá voru lög tengd Höfnum og Reykjanesbæ í bland við hennar eigin. Lög með listamönnum á borð við Vilhjálm Vilhjálms, Ellý Vilhjálms, Trúbrot og Hljóma. Með Elízu spiluðu þau Kidda Rokk á bassa, Karl Guðmunds á trommur og Haraldur V. Sveinbjörns á gítar og hljómborð.

Hilmar Bragi, ljósmyndari Víkurfrétta, tók meðfylgjandi ljósmyndir á viðburðinum.