Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mánudagur 4. desember 2000 kl. 03:11

Elísabet með skemmtilega sýningu í Hringlist

Elísabet Ásberg opnaði sýningu á lágmyndum í sýningarsal Hringlistar í Keflavík um síðustu helgi

Lágmyndir Elísabetar eru úr silfri og vöktu athygli sýningargesta. Elísabet er Suðurnesjamönnum af góðu kunn en hún er dóttir hjónanna Árna Samúelssonar og Guðnýjar Ásberg, en þau búa nú í Reykjavík og eiga sem kunnugt er Sam-bíóveldið. Elísabet hefur lítið komið nálægt bíómennsku en lagt stund á list sína og er ljóst að þar kann hún til verka. Hún hefur unnið við smíði og hönnun skartgripa frá árinu 1990. Hönnun og skartgripagerð Elísabetar hefur þróast út í lágmyndir. Þær eru unnar úr silfri,nýsilfri, tré og sandblásnu gleri. Krossar og lífshringir eru mjög ráðandi form.
Sýning Elísabetar hófst um síðustu helgi en henni verður framhaldið til föstudagskvölds 8. des. nk. Listakonan verður í sýningarsal Hringlistar á föstudaginn frá kl.15 til 18.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024