Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Elísabet kvödd eftir 20 ára starf
Miðvikudagur 1. apríl 2009 kl. 12:45

Elísabet kvödd eftir 20 ára starf


Elísabet Lúðvíksdóttir, starfsmaður í Vatnaveröld – sundmiðstöð, var kvödd með virktum gær eftir 20 farsæl ár í starfi hjá Reykjanesbæ.

Elísabet hóf störf hjá Keflavíkurbæ sumarið 1989 á Heiðarbólsvelli en síðar færði hún sig í Sundhöllina og svo í Sundmiðstöðina þar sem hún hefur starfað síðan.

Árni Sigfússon þakkaði Elísabetu fyrir vel unnin störf í þágu bæjarbúa og það gerðu einnig Jón Jóhannsson, forstöðumaður Vatnaveraldar – sundmiðstöðvar, og  fulltrúar sunddeildar ÍRB sem færðu henni gjöf í tilefni starfslokanna þar sem henni var þökkuð alúð við sundiðkendur og gott samstarf við félagið.

Að því loknu gæddu gestir sér á köku í tilefni dagsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024