Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Elinan Olohuone / Stofan hennar Elinu
Laugardagur 7. apríl 2012 kl. 12:49

Elinan Olohuone / Stofan hennar Elinu

Helgina 13.-15. apríl 2012 býður finnski listamaðurinn Elina Lajunen gestum til stofu í Hlöðunni í Vogum.

Dagskrá:

FÖSTUDAGINN 13. apríl opnun kl. 20:00
Boðið verður upp á riisipiirakat/finnskar kirjálabökur
Jaimes Mayhew: The Autonomous Energy Research Lab
Tónlist: Elina Lajunen

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


LAUGARDAGINN 14. apríl
kanadíska ljóðskáldið a. rawlings: EAR KNOWS THROAT vinnustofa kl. 13:00-15:00
Guðmundur Haraldsson og Tanja Björk Ómarsdóttir: Upplestur 16:00-18:00


SUNNUDAGINN 15. apríl í Álfagerði við Suðurgötu í Vogum
Tangó ball, Milonga kl. 13:00-16:00
Tangóplötusnúðurinn Snorri leikur argentínska og finnska tangótónlist
Boðið verður upp á kaffi og korvapuusti/finnska kanilsnúða
Elina Lajunen: Fiskverksmiðjan, vinnustofa


Undanfarnar vikur hefur Elina Lajunen dvalið í gestavinnustofu sveitarfélagsins Voga og unnið að verkinu sem flutt verður helgina 13.-15. apríl nk. í Hlöðunni við Minni-Voga Egilsgötu 8 Vogum.
Þar hefur hún skapað rými úr ólíkum efniviði sem talað hefur til hennar meðan á dvöl hennar hefur staðið.


Finnska orðið olohuone merkir stofa en það felur í sér dvöl, það að dvelja á stað eða í herbergi sem umlykur gestinn. Stofan er oft það rými heimilisins þar sem tíminn stendur í stað, ákveðin uppröðun hluta eða gripa heldur sér jafnvel óbreytt í áratugi. Þar er mýkt, mjúkir sófar og stólar sem gera það að verkum að þeim sem dvelur í stofunni líður vel.

Það er þess konar tilfinning sem Elina leitast við að skapa fyrir gesti sína.


Elina hefur safnað frásögnum og gripum úr nánasta umhverfi. Úr þeim hefur hún svo endurskapað stofu. Þar mætast hefðbundnar stofumublur og óvæntir hlutir m.a. ættaðir úr nærliggjandi fjöru. Verkið endurspeglar mynd hennar af staðnum og dvölinni á Íslandi.

Elina býður gestum að dvelja í þessu rými og þeirri veröld sem hún hefur sett saman.