Elín Halldórsdóttir með nýjan geisladisk
Elín Halldórsdóttir söngkona, kórstjóri og píanóleikari, gaf á dögunum út diskinn "Tunglið, fljótið og regnboginn". Hann er fyrsta útgáfa tónlistarkonunnar og hefur að geyma ljúf og þekkt söngleikja- og jazzlög.Elín Halldórsdóttir nam söng og píanóleik við London College of Music. Hún stundaði framhaldsnám í einsöng í Köln í Þýskalandi. Elín bjó og starfaði í Köln og Regensburg í Þýskalandi um 3ja ára skeið í hvorri borg. Í Regensburg var hún þekkt fyrir störf sín sem stjórnandi kóranna Femmes Fatales (sem þíðir Hættulegar Konur) og gospelkórnum Spirit of Joy, auk þess sem hún kom víða fram sem einsöngvari í borginni og umhverfi hennar.
Elín starfar nú við Tónlistarskólann í Reykjanesbæ og stjórnar Gospelkór Suðurnesja sem hún stofnaði fyrir 2 árum.








