Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Elg í Saltfisksetrinu: Síðasta sýningarhelgin
Föstudagur 18. janúar 2008 kl. 13:16

Elg í Saltfisksetrinu: Síðasta sýningarhelgin

Framundan er síðasta sýningarhelgin á ljósmyndasýningu Ellerts Grétarssonar í Listasal Salfisksetursins í Grindavík en sýningunni lýkur 22. janúar n.k. Ellert verður á staðnum um helgina, laugardag og sunnudag frá kl. 13-16 og veitir leiðsögn um sýninguna. Hópar geta pantað hjá Saltfisksetrinu í síma 420 1190.

Sýningin hefur fengið afar góðar viðtökur og mættu t.a.m. um 700 gestir fyrstu sýningarhelgina. Á henni sýnir Ellert sitthvað að því sem hann hefur verið að ljósmynda í íslensku landslagi og náttúru síðustu þrjú árin. Margar myndanna eru af einstökum náttúruperlum Reykjanesskagans. Um sölusýningu er að ræða.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024