Eldvarnaverðlaun afhent í Sandgerði
Í tilefni af brunavarnaátaki í lok síðast árs fór fram getraun meðal 8 ára barna í Grunnskóla Sandgerðis. Þar fékk Rakel Rún Sigmarsdóttir viðurkenningu frá Landsambandi Slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna. Verðlaunin voru geislaspilari, reykskynjari o.fl. Á meðfylgjandi mynd er Reynir Sveinsson slökkviliðsstjóri að afhenda Rakel Rún verðlaunin.