Eldflaugagerð og fjör á sumarnámskeiði Keilis - myndir
Sumarnámskeið fyrir börn og unglinga hjá Keili – miðstöð vísinda fræða og atvinnulífs á Ásbrú var vel sótt og lauk í gær. Annarsvegar var um að ræða tækni- og vísindasmiðju og hinsvegar flugbúðir að erlendri fyrirmynd. Þessum námskeiðum var vel tekið og greinilegt að það er mikill áhugi fyrir nýjungum á sviði sumarnámskeiða.
Í Tækni – og vísindabúðum fengu unglingar á aldrinum 13–16 ára að spreyta sig á ótrúlega fjölbreyttum viðfangsefnum. Þau gerðu m.a. tilraunir í eðlisfræði og rafmagnsfræði og lærðu að búa til eldflaugar frá gunni þar sem byrjað var á því að blanda púðri samkvæmt eldgamalli kínverskri uppskrift. Þá fóru krakkarnir í ratleiki og heimsóttu hina ýmsu staði á Suðurnesjum eins og Orkuverið Jörð á Reykjanesi og Þekkingarsetrið í Sandgerði.
Hér má sjá ítarlegri umfjöllun frá því fyrr í vikunni en við fengum sendar fleiri myndir sem má sjá hér.
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-