Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Eldar gefa út sína fyrstu breiðskífu – Fjarlæg nálægð
Mánudagur 7. nóvember 2011 kl. 13:58

Eldar gefa út sína fyrstu breiðskífu – Fjarlæg nálægð

Eldar, samvinnuverkefni Björgvins Ívars og Valdimars hefur nú borið ávöxt og er það fyrsta breiðskífa þeirra, Fjarlæg nálægð.  Platan kemur út í dag, 7. nóvember 2011 og verður fáanleg í öllum helstu hljómplötuverslunum sem og í vefverslunum Tónlist.is og Gogoyoko. Platan inniheldur meðal annars lagið Bráðum burt sem fengið hefur að hljóma á þessum helstu útvarpsstöðvum síðustu vikur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Plötuna unnu þeir í grunninn í litlu húsi á Siglufirði með Stefáni Erni Gunnlaugssyni hljómborðsleikara en aðrar upptökur og eftirvinnsla fóru aðallega fram í upptökuheimili Geimsteins. Fleiri öðlingar komu að gerð plötunnar en það eru Sigtryggur Baldursson á slagverk, Örn Eldjárn á gítara, Fríða Dís og Védís Hervör í bakröddum og Ragnhildur Gunnarsdóttir á flügelhorn og trompet.

Hægt er að hlusta á Bráðum burt og fylgjast með strákunum á www.facebook.com/eldar.is.kef