Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Eldar búa til stjörnulið
Miðvikudagur 21. september 2011 kl. 15:57

Eldar búa til stjörnulið

Strákarnir Björgvin Ívar Baldursson og Valdimar Guðmundsson sem nýlega stofnuðu dúettinn Eldar ætla að stíga á stokk á Paddy´s á morgun og telja í sína fyrstu alvöru tónleika. Þessa dagana eru þeir félagar að púsla saman bandi sem verður að teljast nokkuð öflugt.

Trymbillinn hressi, Sigrtyggur Baldursson mun lemja húðirnar en hann hefur gert garðinn frægan með Sykurmolunum, Milljónamæringunum og fjöldanum öllum af góðum hljómsveitum. Stefán Örn Gunnlaugsson mun m.a. spila á hljómborð hjá sveitinni en hann þekkja kannski einhverjir úr sveitum á borð við Lights on the highway og Buff. Síðast en ekki síst þá mun klassart-pían Fríða Dís Guðmundsdóttir syngja bakraddir, svo þarna mætti segja að saman sé komin hálfgerð súpergrúppa.

Vinkona þeirra Myrra Rós ætlar að hita upp fyrir þá félaga. Í slagtogi með Myrru frá Reykjavíkinni koma þau Daníel jón og Heiða Dóra og ætla þau að telja í nokkur lög á undan henni Myrru.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Húsið opnar kl. 20 og hefjast leikar stundvíslega kl. 21.

Aðgangseyrir er krónur 500.

Myndir: Eldar eru innilegir, jafnt í hinu daglega lífi sem og í tónlist sinni.

Ekki er amalegt að hafa jafngóða söngkonu og Fríðu Dís í bakröddum.