Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ekki missa af Ávaxtakörfunni!
Mánudagur 10. mars 2014 kl. 12:33

Ekki missa af Ávaxtakörfunni!

Ég fór á frumsýningu Leikfélags Keflavíkur á Ávaxtakörfu hennar Kikku í leikstjórn Gunnars Helgasonar í Frumleikhúsinu föstudagsvöldið síðasta. Þekkti verkið og fallegan boðskap þess nokkuð vel, hafði eins og margir foreldrar spilað vídeospóluna upp til agna á sínum tíma fyrir dætur mínar. Bjóst við huggulegri kvöldstund en kannski ekki við miklu nýju. Raunin varð heldur betur önnur.

Ávaxtakarfa Leikfélags Keflavíkur setur nýjan ramma og kraftmikinn um boðskapinn sem á alltaf við en þarf stöðugt að minna á: Fögnum fjölbreytileikanum, berum virðingu fyrir hvert öðru, látum ekki einelti og fordóma viðgangast - og pössum hvert annað.

Þetta er kraftmikil, fyndin, vel leikin - og sungin - sýning þar sem leikgleðin og fjörið hrífa litla sem stóra. Allt frá allra yngstu áhorfendunum og unglingum til foreldranna og ammanna og afanna.

Missið ekki af þessari sýningu Suðurnesjamenn. Mætið ein og sér, eða í smærri hópum, og skemmtið ykkur konunglega. Og styðjið við öflugt áhugastarf í heimabyggð.

Takk fyrir mig.
Eysteinn Eyjólfsson

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024