Eitt fyrsta fullkláraða fjölbýlishúsið eftir hrun
Opið hús á laugardag.
„Þetta er eitt fyrsta fjölbýlishúsið fyrir almennan markað sem hefur verið klárað eftir hrun. Það hljóta að vera góðar fréttir fyrir byggðalagið,“ segir Áslaugur Einarsson, framkvæmdastjóri ÁÁ verktaka. Kappkostað hafi verið að fá í verkið heimafólk og það hafi gengið vel og mælst vel fyrir. Við sölu afhendast íbúðarnar fullbúnar með fallegum innréttingum, vönduðu parketi og flísum á gólfum. Þá verður lyfta í húsinu.
Nýbygging við Krossmóa 5 í Reykjanesbæ verður til sýnis á opnu húsi á morgun, laugardag, frá kl. 12:00 - 14:00. Um er að ræða fjölbýlishús á fjórum hæðum í tveimur stigagöngum. Samtals eru 25 íbúðir í húsinu, tveggja - og þriggja herbergja, 11 íbúðir í vesturhluta og 14 í austurhluta. Það er fasteignasalan Stuðlaberg sem hefur íbúðirnar til sölu. Að sögn Halldórs Magnússonar, fasteignasala, verða tvær íbúðir innréttaðar á sem heimilislegastan hátt, með húsgögnum og heimilistækjum og einhverjum myndum á veggjum á sýningardaginn. Kaffi verður á könnunni og eitthvað góðgæti með því.
Hér má sjá teikningar af húsinu og íbúðunum.