Eiríksreið á Suðurnesjum haldin 22. júlí
Hin árlega Eiríksreið verður farin á sunnudaginn, 22. júlí. Hjólað er á reiðhjólum milli kirkna á Suðurnesjum.
Lagt verður af stað frá Útskálakirkju kl. 10.00. Þaðan hjólað í Hvalsneskirkju síðan Innri-Njarðvíkurkirkju, þá Keflavíkurkirkju og endað aftur í Útskálakirkju.
Stutt stopp með andlegri næringu á hverjum stað. Gott að hafa nesti með. Bíll verður með í för. Allir velkomnir. Hægt að bætast við hvar sem er.