Einstakir stórtónleikar
- í íþróttahúsinu í Grindavík á föstudagskvöld.
Stórtónleikar Jónasar Sig og Ritvéla framtíðarinnar, Fjallabræðra og Lúðrasveita Vetsmnnaeyja og Þorlákshafnar í íþróttahúsinu í Grindavík sl. laugardagskvöld munu lifa lengi í minningunni. Þeir voru hreint út sagt alveg frábærir, íþróttahúsið fylltist af fólki og tónlistarfólkið lék á als oddi á sviðinu.
Svo skemmtilega vildi til að Lúðrasveit Vestmannaeyja hélt upp á 75 ára afmæli sitt þennan dag, 22. mars. Í tilefni afmælisins lék tónlistarfólkið lagið ég veit þú kemur eftir Oddgeir Kristjánsson og Grindvíkingurinn Sigríður María Eyþórsdóttir söng svo fallega.
Jónas Sig er án nokkurs vafa einn fremsti tónlistarmaður landsins, Fjallabræður eru flottur kór og skemmtu sér konunglega á sviðinu eins og allt tónlistarfólkið en um 150 manns voru á sviðinu. Lúðrasveitirnar voru frábærar og það hlýtur að vera einstök upplifun fyrir þær að taka þátt í svona skemmtilegu verkefni.
Tónleikarnir, sem voru hluti af Menningarviku Grindavíkur og 40 ára kaupstaðarafmæli bæjarins, voru sannarlega mikil upplifun fyrir alla viðstadda.
Myndir: Guðfinna Magnúsdóttir.
Sigríður María Eyþórsdóttir nemendi í Tónlistarskóla Grindavíkur söng Ég veit þú kemur.
Hamingjan er hér.... svo sannarlega!
Þessi fór á kostum í laginu Thunder.
Fjallabræður - sem flestir koma að vestan.
Jarl Sigurgeirsson og lúðrasveitirnar.
Halldór Gunnar, stjórnandi Fjallabræðra.