Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Einstæð tveggja barna móðir vann Iphone 6s í Jólalukku VF
Margrét Iphone eigandi sæl og glöð með vinninginn. VF-mynd/hilmar.
Fimmtudagur 17. desember 2015 kl. 11:20

Einstæð tveggja barna móðir vann Iphone 6s í Jólalukku VF

Þriðji útdráttur verður 21. des. Skilið miðum í Nettó eða Kaskó

Margrét Hróarsdóttir, einstæð tveggja barna móðir og nemi í orkutæknifræði hjá Keili á Ásbrú var heldur betur með heppnina með sér þegar Jólalukku-miði með hennar nafni var dreginn út í öðrum útdrætti í Jólalukku Víkurfrétta. Vinningurinn ekki af verra taginu, Iphone 6s að verðmæti á annað hundrað þúsund krónur.

„Ég sem vinn aldrei neitt,“ sagði hún hlægjandi þegar hún kom á skrifstofu Víkurfrétta í morgun til að vitja vinningsins. Margrét kemur úr ólíku umhverfi Suðurnesja en hún hefur alið manninn í Reynihlíð í Mývatnssveit. Hún kann vel við sig í bítlabænum en hún býr á Ásbrú. „Mér finnst þessi bær alveg frábær nema kannski veðrið. Þetta er svolítið rokrassgat þarna uppi á Ásbrú. Ég hef þurft að nota félagsþjónustu bæjarins vegna aðstæðna minna,“ sagði lukkulegi vinningshafinn brosandi.

Icelandair ferðavinning að verðmæti 50 þús. kr. kom í hlut Lindu Agnarsdóttur, Sunnubraut 3, Grindavík.
Þá voru dregin út þrjú gjafabréf frá Nettó:

15 þús. kr. Nettó-gjafabréf - Sædís Jóhannsdóttir, Sjávargötu 30, Reykjanesbæ
10 þús. kr. Nettó-gjafabréf - Agnes María Pétursdóttir, Efstahrauni 9, Grindavík
10 þús. kr. Nettó-gjafabréf - Hrönn Ágústsdóttir, Heiðarhrauni 33 B, Grindavík

Þriðji útdráttur af fjórum verður næsta mánudag 21. des. og fjórði síðan á aðfangadag en þá bætist við í vinningana tvær 120 þús. gjafabréf frá Nettó og fleira.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024