Einsetinn skóli í Vogum reynist vel
ldrei fleiri nemendur hafa verið í Stóru-Vogaskóla eins og í ár en skólinn er í fyrsta skipti fullkomlega einsetinn. Þrem lausum stofum hefur verið bætt við og er svo komið að hver bekkur hefur sína eigin stofu. „Þetta er allt annað líf“, segir Snæbjörn Reynisson skólastjóri en aðstaða nemenda og kennara hefur bæst til muna eftir einsetninguna. Rúmlega 170 nemendur eru í skólanum en það er fjölgun um 10 nemendur síðan á síðasta ár en árið þar á undan fjölgaði nemendum um 25.
Miklar framkvæmdir hafa verið gerðar á skólalóðinni en enn á eftir að byggja 3. áfanga við skólann. „Okkur vantar ennþá raungreina og hannyrðastofu og betri aðstöðu fyrir starfsfólk skólans, hjúkrunarfræðinga og sérfræðinga“, segir Snæbjörn. Þá hefur mötuneyti skólans sprengt utan af sér en skólinn hefur boðið upp á heitan mat fyrir nemendur í þrjú ár. „Þessu hefur verið tekið mjög vel og um 85% nemenda nýta sér þessa þjónustu enda er þetta mjög ódýrt, hver máltíð kostar rétt rúmlega 100 kr. eða 3000 kr. á mánuði.“ Þá hefur nemendum einnig verið boðið upp á heimanámstíma eftir skólatími auk þess sem eldri bekkjum gefst kostur á stuðningstímum í stærðfræði, íslensku og tungumálum. „Nemendur á yngra stigi og miðstigi hafa verið duglegir að nýta sér heimanámsaðstoðina en þeir eldri hafa ekki verið eins duglegir“, segir Snæbjörn en nemendur 10. bekkjar geta valið um það að fara í grunnáfanga í stærðfræði og ensku. Þrír nemendur í 10. bekk eru í stærðfræði áfanga og 5 í ensku en alls eru 11 nemendur í árgangnum og verður það því að segjast að frekar stórt hlutfall krakkanna nýti sér þennan kost. Yngri nemendum er síðan boðið upp á dægradvöl frá kl. 13:25 á daginn til kl. 17:30 en skóladagur krakkanna er aldrei lengur en til kl. 15:10. „Við höfum því miður ekki getað boðið upp á tónlistarnám hér í Vogunum en við bjóðum krökkum upp á akstur í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Við erum hinsvegar með dansnámskeið og ýmislegt fleira handa krökkunum“, segir Snæbjörn. Foreldrafélag er starfandi í skólanum en hefur ekki verið nógu virkt að mati Snæbjarnar. Framundan í skólanum eru haustferðið og skíðaferðir eftir áramót auk þess sem árlega árshátíð verður haldin fyrir páskafrí.
Miklar framkvæmdir hafa verið gerðar á skólalóðinni en enn á eftir að byggja 3. áfanga við skólann. „Okkur vantar ennþá raungreina og hannyrðastofu og betri aðstöðu fyrir starfsfólk skólans, hjúkrunarfræðinga og sérfræðinga“, segir Snæbjörn. Þá hefur mötuneyti skólans sprengt utan af sér en skólinn hefur boðið upp á heitan mat fyrir nemendur í þrjú ár. „Þessu hefur verið tekið mjög vel og um 85% nemenda nýta sér þessa þjónustu enda er þetta mjög ódýrt, hver máltíð kostar rétt rúmlega 100 kr. eða 3000 kr. á mánuði.“ Þá hefur nemendum einnig verið boðið upp á heimanámstíma eftir skólatími auk þess sem eldri bekkjum gefst kostur á stuðningstímum í stærðfræði, íslensku og tungumálum. „Nemendur á yngra stigi og miðstigi hafa verið duglegir að nýta sér heimanámsaðstoðina en þeir eldri hafa ekki verið eins duglegir“, segir Snæbjörn en nemendur 10. bekkjar geta valið um það að fara í grunnáfanga í stærðfræði og ensku. Þrír nemendur í 10. bekk eru í stærðfræði áfanga og 5 í ensku en alls eru 11 nemendur í árgangnum og verður það því að segjast að frekar stórt hlutfall krakkanna nýti sér þennan kost. Yngri nemendum er síðan boðið upp á dægradvöl frá kl. 13:25 á daginn til kl. 17:30 en skóladagur krakkanna er aldrei lengur en til kl. 15:10. „Við höfum því miður ekki getað boðið upp á tónlistarnám hér í Vogunum en við bjóðum krökkum upp á akstur í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Við erum hinsvegar með dansnámskeið og ýmislegt fleira handa krökkunum“, segir Snæbjörn. Foreldrafélag er starfandi í skólanum en hefur ekki verið nógu virkt að mati Snæbjarnar. Framundan í skólanum eru haustferðið og skíðaferðir eftir áramót auk þess sem árlega árshátíð verður haldin fyrir páskafrí.