Eins og að flytja til útlanda
Hólmfríður Árnadóttir er oddviti Vinstri grænna á Suðurkjördæmi
„Við ákváðum að flytja suður þar sem mig langaði í frekara nám og Sandgerði varð fyrir valinu, þar sem maðurinn var þaðan, þótt hann sé Strandamaður svo það komi örugglega fram. Mér fannst eins og ég væri komin allt aðra menningu og annan heim þegar ég kom á Suðurnesin, fannst svoldið eins og ég væri flutt til útlanda, sem var bara skemmtilegt og áhugavert. Þessi fjölmenning og þessi kraftur og menn eru óhræddir að vera þeir sjálfir og gera það sem þeim sýnist. Ég dáist að þessu,“ segir Hólmfríður Árnadóttir, oddviti Vinstri Grænna í Suðurkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 2021.
Hólmfríður Árnadóttir flutti til Suðurnesja fyrir fimm árum síðan og tók þar við stöðu skólastjóra Sandgerðisskóla. Hún hefur verið lestrarhestur frá blautu barnsbeini og er eldheitur áhugamaður glæpasagna. Hún brennur fyrir velferðarmálum enda þekkir hún þau á eigin skinni þegar hún var ung og einstæð móðir sem dreymdi um nám.
Góðar sögur ræddu við Hólmfríði Árnadóttur um lífið í Sandgerði, utanvegahlaup og að sjálfsögðu pólitíkina.