Eins og að allt og allir vakni úr dvala
Spenntust fyrir málsháttunum í páskaeggjunum.
María Ólöf Sigurðardóttir, sem starfar hjá Isavia, er í Vestmannaeyjum um páskana í faðmi fjölskyldunnar. „Við leigðum hús á vegum stéttarfélagsins og ætlum ad elda góðan mat og skoða eyjuna, söfn o.s.frv.“ Hún segist hafa keypt 4 páskaegg, eitt á hvern fjölskyldumeðlim en uppáhaldid hennar sé og verði alltaf gamli góði Nói Síríus. „Annars er ég alltaf sáttust með gáðan málshátt og hef verið spenntust fyrir theim frá thví ég var barn.“
María býst við að ferðast innanlands í sumar og þá um Nordurland eda Austfirði. „Yfirleitt nýti ég haustin eða veturna í ferðalög erlendis en við fjölskyldan erum að safna fyrir ferð að ári.“ Hún segir veturinn hafa verið ágætan hjá sér. Hún hafi aðallega verið að vinna en einnig ferðast svolítið, þar á meðal tvisvar til útlanda. „Ég reikna með svipuðu sumri og í fyrra. Á sumrin sinni ég atvinnu og skemmti mér þess á milli. Það sem mér finnst best vid íslenskt sumar er tvímælalaust litirnir í náttúrunni og fegurð sólarlagsins. Hvernig allt verður eins og að allt og allir vakni úr löngum dvala. Ekki er síðan verra að fara í langa göngutúra í náttúrunni á heitum degi,“ segir María að lokum.