Einn færasti fyrirlesari heims ókeypis í Andrews leikhúsinu
Brian Tracy, einn frægasti fyrirlesari heims heldur opinn fyrirlestur í boði Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar í Andrews leikhúsinu á Ásbrú, mánudaginn 2. apríl kl. 12:00 til 14:00. Fyrirlestrar Brians Tracy hvetja þáttakendur til góðra verka. Þú munt ganga út með fjársjóð af hagnýtri þekkingu, ráðum og aðferðum sem þú getur strax farið að nota til að gera betur hvort heldur sem er í vinnunni, náminu eða í einkalífinu.
Þessi fyrirlestur er stutt yfirlit þess besta og nýjasta úr Árangurssmiðju Tracy. Þekkinguna setur hann fram í ljósi þess hversu vel hann þekkir orðið til á Íslandi. Þú lærir það besta sem Brian hefur lært á fjörtíu ára ferli sínum á sviði sjálfshvatningar og persónulegs árangurs.
Þú ert þinnar gæfu smiður - þessi námsstefna er verkfærakistan sem hjálpar þér að smíða þér það líf sem þig dreymir um og sækist eftir.
Um Brian Tracy
Brian Tracy er í fremstu röð fyrirlesara heims um persónulegan árangur, sjálfshvatningu og stjórnun. Framsetning hans á efninu einkennist af þeirri meginhugsun að hún sé einföld, hagnýt og í þannig búningi að þú getir undir eins farið að nýta þér það við úrlausn þeirra verkefna sem þú ert að glíma við.