Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Einkasýningin Glyttur í Duus húsum á Ljósanótt
Fimmtudagur 31. ágúst 2017 kl. 05:00

Einkasýningin Glyttur í Duus húsum á Ljósanótt

-„Núna er fókusinn á verurnar sem búa í hafinu,“ segir listakonan Elísabet Ásberg

Elísabet Ásberg verður með einkasýningu í Gryfjunni í Duus húsum á Ljósanótt en hún er þekkt fyrir notkun sína á málmi í verkum sínum. Sem dæmi smíðar hún silfur skúlptúra sem hún notar í verk sín. Verk hennar eru stór og smá og notast hún við mikið flæði og orku.

„Hið óþekkta líf undirdjúpanna hefur ávallt heillað mig. Íbúar þeirra deila með okkur jörðinni en eru okkur að mestu huldir. Á þessari sýningu túlka ég þessa nágranna okkar og þeirra töfraveröld á huglægan hátt. Sýningin er óður minn til þeirra,“ segir Elísabet og bætir við að verkin sín hafi ætíð verið tengd vatnsflæðinu og óendanleika, eins og hringrás lífsins. Núna sé fókusinn á verurnar sem búi í hafinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Þetta er minn huglægi sjávarheimur. Þegar ég hef sýnt í mínum gamla heimabæ hefur mér ætíð verið vel tekið. Sá stuðningur hefur verið mér ómetanlegur og ég vil nota tækifærið að þakka kærlega fyrir mig,“ segir Elísabet að lokum.

Sýningin opnar fimmtudaginn 31. ágúst kl. 18, ásamt öðrum sýningum í Duus Safnahúsum. Hún verður opin frá 12 til 18 yfir Ljósanæturhelgina, en verður svo áfram sýnd til 15. október.