Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Einkasöfn opin í Garði á Safnahelgi
Þessi forláta bifreið er á einkasafni Ásgeirs Hjálmarssonar í Garði og verður til sýnis á Safnahelgi á Suðurnesjum.
Föstudagur 9. mars 2018 kl. 11:19

Einkasöfn opin í Garði á Safnahelgi

Einkasafn Ásgeirs Hjálmarssonar í Græna bragga að Skagabraut 17 í Garði (á horni Skagabrautar og Nýja lands) verður opið á laugardag og sunnudag kl. 12-17 báða dagana. Ásgeir hóf þá vinnu sem varð að Byggðasafninu á Garðskaga og hefur nú sett upp einkasýningu á munum sem ýmist eru tengdir sjósókn, landbúnaði og lífinu í Garðinum.
 
Einkasafn Hilmars Foss að Iðngörðum 2 í Garði (gengið inn á hlið hússins, í portinu) verður opið laugardag og sunnudag frá kl. 12:00–17:00. Hilmar hefur sett upp einkasýningu á munum sem eru sérstakir og sögulegir fyrir flugvéla- og bílasögu á Íslandi. 
 
Ævintýragarðurinn í Garði að Urðarbraut 4 verður opinn laugardag og sunnudag kl. 12-17. Listamaðurinn Helgi Valdimarsson, íbúi í Garði, hefur byggt ævintýragarð á lóð sinni með glæsilegri hönnun lóðarinnar og gerð fjölda listaverka sem prýða lóðina.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024