Einar Lárusson sýnir í Saltfisksetrinu
Myndlistarsýning Einars Lárussonar opnaði í Saltfisksetri Íslands í Grindavík þann 19. apríl og stendur til 4. maí.
Einar fæddist í Reykjavík árið 1953. Hann hefur tekið þátt í samsýningum í Noregi, í Gallerí Lena í Álasundi 1979 og sama ár í Álasund Museum. Hann var með einkasýningu í Gallerí 32 í Reykjavík 1981, Bæjarstjórnarsalnum í Grindavík 1994, Eldborg, móttökuhúsi Hitaveitu Suðurnesja 1999.
Verk eftir Einar eru í eigu Grindavíkurbæjar, Landsbanka Íslands, Álasund Museum og fjölda einstaklinga hérlendis og erlendis. Glerlistaverkið Tyrkjaránið í Grindavík, eftir Einar, stendur við Grindavíkurkirkju.
Af vef Grindavíkur