Einar Guðberg og Vélstjórinn
Ný mynd mánaðarins hefur verið sett upp í Kjarna, Hafnargötu 57, í Reykjanesbæ. Eins og áður hefur komið fram er hér á ferðinni kynning á myndlistarmönnum í Félagi myndlistarmanna í Reykjanesbæ á vegum Listasafns Reykjanesbæjar. Listamaður marsmánaðar er Einar Guðberg Gunnarsson. Einar Guðberg Gunnarsson er fæddur 9. janúar árið 1948 í Keflavík og hefur búið í Reykjanesbæ alla tíð. Hann er lærður húsasmíðameistari og hefur unnið sem slíkur í áratugi. Einar Guðberg hefur haft áhuga á myndlist frá barnæsku og alltaf teiknað mikið.Hann hefur sótt fjölda myndlistarnámskeiða frá árinu 1997 og hans aðal leiðbeinandi hefur verið myndlistarmaðurinn Reynir Katrínar.
Einar Guðberg hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum á vegum Félags myndlistarmanna Hann hélt sína fyrstu einkasýningu í sýningarsal Hitaveitu Suðurnesja haustið 2002. Þessa dagana sýnir hann myndir sínar á efri hæð Saltfisksetursins í Grindavík og eru áhugasamir hvattir til að sækja staðinn heim. Þar sýnir hann m.a. myndir úr atvinnusögu Suðurnesja sem unnar eru eftir gömlum ljósmyndum. Einnig má sá verk Einars Guðbergs á heimasíðunni gi.is/eggson
Myndin heitir Vélstjórinn.
Einar Guðberg hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum á vegum Félags myndlistarmanna Hann hélt sína fyrstu einkasýningu í sýningarsal Hitaveitu Suðurnesja haustið 2002. Þessa dagana sýnir hann myndir sínar á efri hæð Saltfisksetursins í Grindavík og eru áhugasamir hvattir til að sækja staðinn heim. Þar sýnir hann m.a. myndir úr atvinnusögu Suðurnesja sem unnar eru eftir gömlum ljósmyndum. Einnig má sá verk Einars Guðbergs á heimasíðunni gi.is/eggson
Myndin heitir Vélstjórinn.