Einar Falur með leiðsögn í Listasafni Reykjanesbæjar
Nú líður að lokum sýningarinnar AFTUR í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum en henni lýkur 14. október. Um er að ræða ljósmyndir eftir Einar Fal Ingólfsson þar sem hann gerir æskuár sín í Keflavík að myndefni. Yfirskrift sýningarinnar er : "Ég sneri aftur til bernskuslóðanna og mátaði minningar við raunveruleikann. Sumt er breytt, annað síður. Og sumir eru enn til staðar."
Sýningin hefur fengið góða dóma og fjöldi gesta lagt leið sína í Listasafnið. Listamaðurinn Einar Falur mun taka á móti gestum laugardaginn 6. október kl. 15.00 og ganga með þeim um sýninguna og segja þeim frá sínum hugrenningum í tengslum við myndirnar. Duushúsin eru annars opin alla daga frá kl. 13.00-17.30 og aðgangur er ókeypis.
Sýningin hefur fengið góða dóma og fjöldi gesta lagt leið sína í Listasafnið. Listamaðurinn Einar Falur mun taka á móti gestum laugardaginn 6. október kl. 15.00 og ganga með þeim um sýninguna og segja þeim frá sínum hugrenningum í tengslum við myndirnar. Duushúsin eru annars opin alla daga frá kl. 13.00-17.30 og aðgangur er ókeypis.