Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

„Eigum tónlistarmenn í fremstu röð á landinu,“ segir Mummi Hermanns
Miðvikudagur 3. ágúst 2011 kl. 11:16

„Eigum tónlistarmenn í fremstu röð á landinu,“ segir Mummi Hermanns

Guðmundur Hermannsson er flestum Suðurnesjamönnum kunnur. Margir þekkja hann þó betur undir nafninu Mummi Hermanns en hann hefur fengist við tónlist frá unga aldri og starfað með fjölda tónlistarmanna við góðan orðstýr í gegnum árin.

Mummi var að spila fyrir sumarbústaðaeigendur og gesti í Skorradal um Verslunarmannahelgina og framundan eru bæði afmæli og brúðkaup í spilamennskunni. Annars segir hann sumarið vera rólegt hjá sér varðandi tónlistina. Hann er faðir Valdimars Guðmundssonar söngvara í hjlómsveitinni Valdimar og hann segist alveg vera að rifna úr stolti yfir velgengni sonarins.

Hvað hefur þú verið að gera í sumar?
„Það er nú mest lítið. Ég fór í fjóra daga í Veiðivötn, annars ekkert farið. Bara heimsótt vini og fjölskyldu og reynt að njóta veðursins þegar ástæða hefur verið til þess.“

Alltaf blómlegt tónlistarlíf á Suðurnesjum

„Mér finnst hún frábær og verðskulduð. Frábær diskur hjá þeim strákunum og ég náttúrulega að rifna úr stolti yfir syninum,“ segir Mummi um velgengni hljómsveitarinnar Valdimar sem er að slá í gegn þessa dagana.

Hvernig finnst þér annars tónlistarlífið vera á Suðurnesjum?

„Það er alltaf blómlegt tónlistarlíf á Suðurnesjum. Hér starfa nokkrir tónlistarskólar, fjöldi kóra og svo eigum við nú aftur popptónlistarmenn í fremstu röð á landinu, sem er ekki síst tónlistarskólunum að þakka,“ segir Mummi að lokum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024