Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sunnudagur 27. apríl 2003 kl. 10:47

"Eighties"-stemmning á dimissio

Þeir nemendur sem útskrifast úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja nú í næsta mánuði kvöddu skólann á hefðbundinn hátt á föstudag með skemmtun á sal skólans. Í þetta skiptið klæddi hópurinn sig upp samkvæmt tísku 9. áratugarins og vöktu um leið upp ljúfar minningar hjá þeim sem voru upp á sitt besta á þeim árum. Hópurinn setti upp leikþátt sem lýsti „dæmigerðum“ degi hjá kennurum skólans, bæði í skólastofunum og á kennarastofunni. Þá voru sýndar gamlar myndir af nokkrum kennurum og hápunkturinn var síðan verðlaunaafhendingin „Útskrifarinn 2003“ þar sem veittar voru viðurkenningar eins og besta kennararöddin, besti félaginn, mesta skvísan, töffari ársins, feministi ársins og svo að sjálfsögðu besti kennarinn.Afhendingin var óvenjuglæsileg að þessu sinni, myndum af þeim sem voru tilnefndir var varpað upp á tjald og síðan var umslagið opnað með tilheyrandi viðhöfn. Dimissio-deginum lauk svo um kvöldið með síðustu kvöldmáltíðinni, hefðbundnum kvöldverði útskriftarnemenda með starfsfólki skólans, segir á vef FS.

Próf í FS hefjast í vikunni eða nánar tiltekið föstudaginn 2. maí og má búast við að þeir nemendur sem eru að fara útskrifast eigi eftir að sitja heima sveittir við lærdóminn næstu tvær vikunnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024