Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Eiga sér stóra drauma
Ungmenni í starfskynningu hjá Víkurfréttum
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
þriðjudaginn 21. júní 2022 kl. 12:09

Eiga sér stóra drauma

Nemendur Akurskóla í starfskynningu hjá Víkurfréttum

Nemendur í 10. bekk í Akurskóla fengu starfskynningar frá fyrirtækjum víða um Reykjanesbæ á dögunum. Þær María Rán Ágústsdóttir, Silja Kolbrún Skúladóttir og Margrét Norðfjörð Karlsdóttir heimsóttu Víkurfréttir og fengu að spreyta sig í blaðamennsku. Þær hittu ungmenni úr bænum og spurðu þau um líf þeirra.
Watan Amal Fidudóttir

Watan Amal Fidudóttir

Watan er fimmtán ára fótboltakappi frá Keflavík. Hún er í 10. bekk í Holtaskóla og hennar stærsti draumur er að vinna við eitthvað tengt lögum og reglum.  
Í hvaða skóla ertu?

Holtaskóla.

Hver eru helstu áhugamálin þín?

Fótbolti hundrað prósent.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Hvað tekur við eftir grunnskóla?

Ég ætla að skella mér í FS.

Ertu með eitthvað draumastarf í huga?

Nei en mig langar að vinna við eitthvað tengt lögum og reglum.

Hvar sérðu þig eftir tíu ár?

Allavega ekki á Íslandi.

Hver er besta minningin þín úr grunnskóla?

Vorferðin hundrað prósent.

Fylgist þú með fréttum í þínu bæjarfélagi?

Nei, ekki mikið.

Manstu eftir einhverju áhugaverðu sem að gerðist nýlega?

Já, einu sorglegu – þegar Keflavík tapaði fyrir Njarðvík.

Bríet Björk Hauksdóttir

Bríet Björk Hauksdóttir

Bríet er sextán ára körfuboltamær frá Njarðvík. Besta minning hennar úr grunnskóla er lokaferð árgangsins á Bakkaflöt. Hennar stærsti draumur er að verða atvinnumaður í körfubolta.
Í hvaða skóla ertu?

Njarðvíkurskóla.

Hver eru helstu áhugamálin þín?

Körfubolti og vinir.

Hvað tekur við eftir grunnskóla?

Ég ætla í FS og ég ætla á annað hvort félagsvísinda- eða fjölgreinabraut.

Ertu með eitthvað draumastarf í huga?

Já, mig langar að verða atvinnumaður í körfubolta.

Hvar sérðu þig eftir tíu ár?

Eftir tíu ár sé ég mig fyrir mér erlendis með fjölskyldunni minni að spila körfu eftir að hafa lokið háskólanámi.

Hver er eftir besta minningin þín úr skólanum?

Ég myndi segja lokaferðin á Bakkaflöt, það var mikið fjör þar.

Fylgist þú með fréttum í þínu bæjarfélagi?

Já, svona af og til ef ég frétti eitthvað í samfélaginu í bænum.

Manstu eftir einhverju áhugaverðu sem að gerðist nýlega?

Já, nýlega varð meistaraflokkur kvenna Íslandsmeistarar hér og það var geggjað mikið stuð, það verður geggjað að fá að tilheyra þeim hópi í framtíðinni.

Elísabet Eva Erlingsdóttir

Elísabet Eva Erlingsdóttir

Elísabet er í 10. bekk í Heiðarskóla en hún stefnir að því að læra fatahönnun í Fjölbrautaskóla Garðabæjar. Hennar helstu áhugamál eru dans, tónlist og fatahönnun.
Í hvaða skóla ertu?

Ég er í 10. bekk í Heiðarskóla.

Hver eru helstu áhugamálin þín?

Helstu áhugamálin mín eru dans, tónlist og tíska.

Hvað tekur við eftir grunnskóla?

Ég er að vonast til að komast í FG.

Ertu með eitthvað draumastarf í huga?

Mig langar að verða fatahönnuður.

Hvar sérðu þig eftir tíu ár?

Mig langar að elta drauma mína tengda fatahönnun.

Hver er eftir besta minningin þín úr skólanum?

Ég myndi segja að kynnast bestu vinkonum mínum.

Fylgist þú með fréttum í þínu bæjarfélagi?

Nei, fylgist ekkert með fréttum.

Manstu eftir einhverju áhugaverðu sem að gerðist nýlega?

Ekkert sérstakt sem ég man eftir.