Ég skreyti lítið en fallega
Þórný Jóhannsdóttir, bankastarfsmaður og varaforseti Kvenfélagasambands Íslands fer alltaf niður í bæ á Þorláksmessu en hér svarar hér jólaspurningu VF.
Aðventan er í mínum huga ... friðsæll mánuður með góðum hefðum.
Ég skreyti ... lítið en að mínu mati fallega.
Jólahlaðborðið ... með vinnunni og Kvenfélaginu Gefn.
Grænar baunir eru ... nauðsynlegar með hangikjöti.
Laufabrauð ... keypt úti í búð.
Jólaskraut fer utan á húsið mitt ... ekki seinna en á Þorláksmessu.
Jólatréð ... skreytum við þriðja í aðventu.
Jólastemmningin ... er svo góð og kærleiksrík.
Hangikjöt er ... gott.
Malt og Appelsín eru ... nauðsynleg.
Jólasveinarnir eru ... gaurar sem gefa í skóinn.
Á Þorláksmessu fer ég ... niður í bæ til að anda að mér jólamenningunni.
Aðfangadagur er ... hátíð ljóss og friðar blessunarlega hjá okkur Íslendingum.
Áramótin ætla ég ... að njóta með demöntunum mínum sem eru fjölskyldan mín.