Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ég hata tónlist!
Sunnudagur 22. apríl 2012 kl. 13:49

Ég hata tónlist!


Sungið um æskuna er yfirskrift styrktartónleika sem haldnir verða í Bíósal Duushúsa sunnudaginn 22. apríl kl. 15. Fram koma Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópransöngkona og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari ásamt Kór Holtaskóla en ágóði tónleikanna rennur til starfs kórsins.

Kór Holtaskóla var stofnaður árið 2007 af Guðbjörgu Rut Þórisdóttur, sem jafnframt er stjórnandi hans. Á þessum 5 árum hefur kórinn vaxið jafnt og þétt og óhætt að segja að hann sé í miklum blóma. Í kórnum eru um 30 börn á aldrinum 10 - 15 ára. Efnisskrá tónleikanna dregur upp mismunandi myndir af æskunni í íslenskum þjóðlögum, sönglögum eftir Emil Thoroddsen, Jón Þórarinsson, Jón Ásgeirsson, Atla Heimi Sveinsson, Gunnar Reynir Sveinsson og Edvard Grieg. Einnig verða fluttir ljóðaflokkarnir A Charm of lullabies eftir Benjamin Britten og I hate music eftir Leonard Bernstein en þar útskýrir hin 10 ára gamla Barbara á mjög skemmtilegan hátt hvers vegna hún hatar tónlist. Tónleikarnir eru styrktir af Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Allir sem vilja styrkja gott málefni og njóta góðrar tónlistar eru hjartanlega velkomnir.

Hægt er að panta miða hjá skólarita í Holtaskóla í síma 420 3500 en einnig verða seldir miðar við innganginn á 2000 kr. og 1500 kr. fyrir nemendur og ellilífeyrisþega.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024