Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Eftirminnilegur afmælisdagur Ástvaldar
Ástvaldur kom í starfskynningu til Víkurfétta árið 2011.
Laugardagur 21. september 2013 kl. 10:08

Eftirminnilegur afmælisdagur Ástvaldar

Keflvíkingar með skemmtilega kveðju

Ástvaldur Ragnar Bjarnason stuðningsmaður Keflavíkur fékk heldur betur góða afmælisgjöf á dögunum. Ástvaldur var einu sinni sem oftar viðstaddur heimaleik Keflvíkinga í Pepsi deild karla í fótabolta þegar Keflvíkingar báru sigurorð af Skagamönnum í leik sem endaði 5-4. Ástvaldur átti afmæli þann dag og sigurinn því kærkomin afmælisgjöf fyrir piltinn sem fagnaði þarna 21 árs afmæli sínu.

Keflvíkingar létu sigurinn ekki nægja heldur óskuðu þeir Ástvaldi sérstaklega til hamingju með daginn þegar inn í búningsklefa var komið eftir leik. Fagnaðarlæti Keflvíkinga og kveðjuna má sjá í skemmtilegu myndbandi hér að neðan sem Jón Örvar Arason tók.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tengdar fréttir: Arnór Ingvi kom færandi hendi.

Ástvaldur í starfskynningu hjá Víkurfréttum.